Lýsingartækni

NámsgreinRI LÝR1013
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Tilgangur námskeiðsins er að ná haldbærum tökum á grunnþáttum lýsingartækni ásamt virkni lýsingarbúnaðar, og geta tileinkað sér þá þekkingu við úrlausn lýsingarverkefna. Hagnýt verkefni eru lögð fyrir, þar sem nemendur m.a áætla og reikna út lýsingarþörf í rýmum, skilgreina ljóstæknilega og efnislega eiginleika lampabúnaðar, ásamt því að bera saman lýsingarlausnir með tilliti til ljósgæða og orkunotkunar. Unnið verður að því að nemendur verði færir í að geta greint, gagnrýnt og þróað einfaldar lýsingarlausnir sem stuðla að bættu lýsingarumhverfi og geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni með vísun í grunnatriði lýsingarfræðinna
Námsmarkmið
Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:
  • Grunnatriðum og helstu hugtökum í lýsingarfræðum.
  • Aðferðum og formúlum til útreikninga á ljósi.
  • Ljósgjöfum og eiginleikum þeirra.
  • Helstu stöðlum og leiðbeiningum við hönnun og úttekt á lýsingarkerfum.
  • Áhrifum ljóss á vellíðan, heilsu, vinnuafköst og umhverfi.
  • Viðmiðum um vistvænna þætti lýsingarkerfa.
  • Helstu lausnum í ljósastýringum.
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa færni í:
  • Notkun á DIALux lýsingarforriti til útreikninga á ljósi.
  • Virðisútreikningum (e.efficiency calculator).
  • Notkun á ljósmælum og gerð ljósmælinga.
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
  • Til að geta valið hentugar lýsingarlausnir í ákveðin verkefni innan- og utanhúss.
  • Í að reikna út fjölda og staðsetningar lampa út frá viðmiðum skv.stöðlum.
  • Til að rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni með vísun í grunnatriði lýsingarfræða.
  • Í að leggja mat á ljósgæði lampa og gera kröfur um virkni lýsingarkerfa.
  • Að greina stöðu eldri lýsingarkerfa og koma með tillögur að endurbótum og viðhaldi
Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Skilaverkefni.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska